Laugardagur, 23.2.2008
ég mun ekki sofa í nótt.
Miðvikudagur, 17.10.2007
Dalai sykurpúði og Bush krúttípútt
Miðvikudagur, 17.10.2007
ein gjörsamlega clueless... gvööööð
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 21:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 29.9.2007
er 1.apríl eða?
Bók um Einar Bárðarson | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 27.9.2007
Þetta er nú meiri vitleysan...
Þetta er nú það lélegasta sem ég hef heyrt lengi... Er fólk alveg heiladautt?
Af hverju ekki að taka bara upp svona kortakerfi? Kortin yrðu t.d seld mánaðarlega, og þá gætu blessaðir krakkarnir ákveðið fyrirfram hvað þau ætluðu að borða oft yfir næsta mánuðinn (væru kannski með vissa vikudaga osfrv). Þá er strax hægt að sjá hvaða fjármagni er hægt að ráðstafa. Nú svo kemur það bara niður á engum öðrum en krökkunum sjálfum þegar þau sleppa máltíð.... Þau voru jú búin að borga fyrir hana, og þá fer hún bara í ruslið.
Þurfa að kaupa tvær máltíðir á dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 23.7.2007
...Enda alltaf fallegast heima :)
Sunnudagur, 22.7.2007
Ja nú væri gott að eiga sjónvarp.
Ekki bý ég svo vel að hafa sjónvarp í minni stofu, annars myndi ég án efa horfa á þessa heimildamynd.
Það er erfitt að vera ungur og fátækur.
Líbanskt limbó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 21.7.2007
*Kjánahrollur*
Við erum svo lítil og hallærisleg!!! Það verður allt brjálað þegar einhver tekur eftir okkur. Við fyllumst svo mikils stolts þegar það kemur ein lítil bloggfærsla um hann Pál Óskar á einhverri rusl slúðursíðu úti í heimi! Mér finnst þetta barasta ekki svo fréttnæmt. Sérstaklega þegar það er verið að vitna í einhverja venjulega einstaklinga úti í bæ sem commentuðu við þessa umtöluðu færslu.
Svo flykkjast allir íslendingar á þessa slúðursíðu, og láta í sér heyra! Það er nú bara hlegið að okkur við svona aðstæður. Hvernig er hægt að taka mark á manneskju sem getur ekki einu sinni tjáð sig almennilega á ensku. "Hey you stupid americans peapul this is Páll Óskar he is verry good yes he is famos in Island and we like him all yes so dont talk bed about him he is the best gay on the world!" HÆTTIÐ plís... Fólk er að missa sig úr hlátri út af ykkur. Talandi um að halda stolti.... guð minn almáttugur ég skammast mín fyrir að vera frá Íslandi þegar ég les þessi komment. Það er öllum sama þó þið skrifið "greetings from icelandic girls!!!" Svo er ekki hægt að segja "you americans!" því ameríkanar eru jafn misjafnir og þeir eru margir. Svo einfalt er það nú bara. Ekki eins og þeir lesi allir þetta blogg...
Týpískir íslendingar.... gera úlfalda úr mýflugu. Breytum neikvæðri gagnrýni í jákvæða og öfugt.
Mér líður svona pínu eins og þegar ég var að vinna á veitingastað/café/bar og við áttum svona mjög skemmtilegan fastagest. Hann kom á hverju kvöldi og hellti sig fullann, var búinn að vera að slá mér gullhamrana í nokkra mánuði. Mér var alveg sama. Maðurinn var fullur, og ég hló bara. Sagði honum að setjast niður með sinn drykk, og hunsaði hann þess á milli. Ég ætti nú ekki annað eftir en að fara að pirra mig á fullum kalli! Svo byrjaði stelpa að vinna með mér, sem tók þessari "viðreynslu" eins og heimurinn væri að farast. "HEYRÐU GÓÐI, ÞÚ KALLAR MIG EKKERT ELSKU!!!" sagði hún MJÖG hátt, og passaði að það væru að minnsta kosti 10 manns að horfa, bara svo að þeir vissu að það væri verið að reyna við sig. "JÁ FARÐU! ÉG HRINGI Á LÖGREGLUNA EF ÞÚ HELDUR ÞESSU ÁFRAM!!!" og á meðan stóð ég hlæjandi út í horni með kjánahroll, og maðurinn svo hissa að það nánast rann af honum. Þetta gerði hún allt til að vekja á sjálfri sér athygli.
Nú stend ég aftur hlæjandi úti í horni. Hlæjandi af fólkinu sem kommentaði á þessa síðu, bara til að vekja á sjálfu sér athygli, sem það fær síðan bara neikvætt til baka. Það nennir ekki einu sinni neinn af þessum "ameríkönum" að lesa þessi komment. Þeir sjá bara "proud icelandic girl", hlæja og lesa næsta komment.
Ég veit ekki alveg hvernig ég á að útskýra... vona að einhver skilji mig. Ég fékk allavega pínu útrás við það að skrifa þetta!
Í guðs bænum. Þarna erum við, litla landið. Sjáið öll hin löndin, hvað þau eru stór. Ekki skemma þetta litla stolt sem við höfum.
Páll Óskar á frægustu slúðursíðu heims | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 13:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Laugardagur, 21.7.2007
sæti sæti
Æjjiiii! Af hverju var hann að léttast??? Mér sem fannst hann vera með svo falleg læri.... reyndar lítur annað lærið á honum út eins og risavaxið eista? allavega á þessari mynd.... svo er hann líka með aaaaðeins of misstór man-boobs.
En svona án alls gríns, þá gleymir maður öllum áhyggjum um aukakíló þegar maður sér svona myndir. Ég held að ég panti mér nú bara Dominos annað kvöld án þess að fá mitt venjulega samviskubit!
Birna
Þyngsti maður heims léttist um 200 kg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 19.7.2007
Guð minn góður
Ég skil nú ekki alveg hvernig fólk nennir þessu! En stemningin hlýtur að vera gífurleg þarna!
Það er náttúrulega bara gott mál að unga fólkið sé að lesa! Mér finnst hallærislegt hversu fá börn lesa núorðið. Ég gerði ekki mikið annað en að lesa þegar ég var krakki. (Þó ég sé nú hálfgerður krakki ennþá).... :)
Biðraðir fyrir utan bókabúðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)